Eru dagblöðin ógnin

Ég var að koma heim nú í þessu eftir afmæli og það fyrsta sem ég sá þegar ég steig út úr leigubílnum heima hjá mér var að Morgunblaðið var komið.  En hvað það var frábært eða þannig.   Ég held að fleiri en ég hafi áhuga á að sjá hvar Mogginn er því í þetta sinn hafði blaðburðaraðillinn ekki haft fyrir því að klára afgreiðslu blaðsins inn um bréfalúguna heldur stóð smá af blaðinu út um hana. 

Vissulega þægindi fyrir þann sem ber blaðið út að rétt að stinga blaðinu í lúguna en það eru fleiri sem gleðjast.  Þeir sem hafa eitthvað illt í hyggju t.d. að fara inn í íbúðir þeirra sem ekki eru heima geta nýtt sér þessa einstöku þjónustu blaðburðarfólks.  Það eina sem þeir þurfa að gera er að fylgjast með hvenær blöðin eru tekin og ef það er aðeins skipt um blað í lúgunni þá er allt eins víst að ekki sé þess að vænta að húsráðsendur séu í bráð að koma heim.

Ég er búinn að vera í miklu stappi við þá aðila sem eru að gefa út dagblöð (sérstaklega fríblöðin) og sem afleiðinu af þeirri áráttu blaðburðarfólks að afhenda ekki blöðin alla leið hef ég meðal annars leitað til lögreglu til að fá út því skorið hvort hæt sé að setja heimili mitt í hættu með blöðum sem ég vill ekki fá. 

Nú ber svo við að blaðið sem ég kaupi í áskrift, Morgunblaðið, hefur borist til mín með sama hætti of fríblöðin sem hafa staðið út um bréfalúguna klukkutímum saman.  Gerist þetta einu sinni enn þá munu engin blöð fá að fara inn um bréfalúguna hjá mér. 

Ég bar út blöð á árunum 1966 til 1972 og þá var okkur uppálagt að láta blöðin alla leið inn um lúguna.  Þá var lagst í kapp um að geta skotið blaðinu eins langt inn eftir forstofunni sem hægt var.  Vissulega voru einhverjar lúgur sem voru svo stífar að, við blaðburðarfókið, gátum orðið fyrir skakkaföllum við að stinga blaði inn um lúgu  það voru nefnilega bréfalúgur til sem virkuðu líkt og músagildrur.og klemmdu litla putta okkar. 

Ef þú býrð við sömu vandamál og ég hef orðið fyrir varðandi að ekki sé hægt að ýta blaðinu alla leið inn á gólf þá hvet ég þig til að krefjast þess að blaðið sem til ykkar er borið, sé ekki sett inn um bréfalúguna, ef þeir aðilar sem eiga að sjá um dreifingarmálin geta ekki stjórnað sínu fólki. 

Þegar verst lét var mér tjáð að blaðburðarfólkið skyldi ekki íslensku og þess vegna væri ástandið svona.  Þvílíkt og annað eins bull.  Ef  þeir sem bera út blöðin tala ekki íslensku þá er bara að kenna því helstu reglum með aðstoð túlka.´

Setjum okkur markið að leita uppi alla hugsanlega þætti sem stuðla að því að farið séí in fyrir lítið.+Afmæli_20070902_359


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband