Verndarar heimsins

Þeir lesendur sem þetta lesa og leggja stund á að þvælast niður á bryggjur til að skoða skip eru eflaust oft pirraðir á því að stór hluti hafna er orðinn afgirtur og engum ætlað að þvælast þar um.  Þetta er afskaplega bagalegt fyrir okkur sem viljum fara hafnarrúnta eins oft og kostur er.  En af hverju er þetta orðið svona í okkar litla þjóðfélagi?  Það verður að skrifa þetta á Bush kallinn í henni stóru Ameríku þar sem ríkistjórn hans fór fram af miklum þrýstingi gegn þjóðum heims um að þær verðu hafnir sínar fyrir hryðjuverkamönnum sem gætu hugsanlega rölt um borð í skip á leið til USA og komið þar fyrir kjarnorkusprengju svo eitthvað sé nú nefnt.

aarhus

Á níu mánuðum voru settar alheimsreglur um siglingavernd sem er ástæða þess að bryggjur eru lokaða mörgum til ama og armæðu.  Þó segja mér kollegar mínir sem sigla á Bandaríkin að það sé nú ekki nánda eins mikið eftirlit hjá þeim en við litla þjóðin í Atlantshafinu höfum.  Það vill nefnilega svo til að kaninn er búinn að koma eftirlitinu á aðrar þjóðir en sjálfa sig og því miður hafa þjóðir heimsins ekki risið upp gegn þessari endalausu frekju bandaríkjamanna. 

Að vísu verð ég að draga aðeins úr þessu því Brasilíumenn brugðust vel við þegar kaninn ákvað að taka myndir og fingraför af öllum þeim sem til landsins koma.  Nú gera brassarnir það bara við bandaríkjamenn að láta þá standa fyrir framan myndavélar og fingrafaralesara.  Þeir höfðu dug og þor í slíkar aðgerðir.  Ég vill þó taka fram að þetta er ekki hinn almenni bandaríkjamaður sem velur þetta heldur stjórnvöld þeirra þannig að ég er að deila á stjórnvöldin þarna fyrir vestan. 

Fyrir nokkrum árum síðan ætlaði ég til Brunei en ég var staddur í Malasíu alveg við landamærin og spurðist því fyrir um hvort ég gæti farið yfir í dagsheimsókn.  Eftir þó nokkurra rannsókn kom niðurstaðan og hún var sú að brúneibúar þyrftu áritun til Íslands og þá gilti það sama hina leiðina.  Einmitt þetta eigum við að gera hér á landi, þ.e. að beita sömu aðgerðum gagnvart þjóðum sem gera okkur skilt að sanna og sína okkur á annan hátt en krafist er til að komast inn í okkar land.

Ég ætla þó að enda þetta á því að segja frá því að ég fór hafnarrölt um höfnina í Árósum fyrir um viku síðan.  Þar kom ég að miklu hliðið sem sagði frá því hvernig öryggismálum væri háttað og ef ég gerði ekki vart við mig þá gæti ég átt á hættu að verða handtekinn og sektaður.  Fyrst var hringt á bjöllu við hliðið en þar svaraði enginn.  Þar við hliðina var símanúmer sem þá átti að hringja í og eftir að hafa reynt það nokkrum sinnum án svörunar þá var ekki hægta ð bíða lengur heldur leggja í víking.  Loks hitti ég mann sem sagði mér að ég skyldi fara niður að öðru hlið sem ég og gerði og þar átti ég að gera vart við mig.  Enginn þar heldur.  Þá sá ég fyrirheitnaskipið í nærri tveggja kílómetra fjarlægð á einni lengstu bryggju sem ég hef gengið eftir hér í Evrópu.  Eftir um hálftíma göngu eftir bryggjunni þar sem ég gekk framhjá tugi skilta sem á stóð að hingað og ekki lengra skyldi haldið komst ég að skipinu sem ég ætlaði um borð í án þess að nokkuð af þeim vörnum sem settar hafa verið upp til að koma í veg fyrir árásir á Bandaríkin virkuðu, settist ég niður í alveg frábæra ýsu í orlí hjá brytanum um borð.

 Takk fyrir góðan mat.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku frændi gaman að hitta þig hér.  Já þetta með girðingarnar, við verðum alltaf að gera aðeins meira en við þurfum.  Það er eitthvað svo mikið snobb í gangi og Herbjörns æðsta þrá er að gera okkur ekki bara að lögregluríki, heldur líka herveldi.  Vonandi verður þetta lagað ef okkur tekst einhverntímann að losa okkur við Sjálfstæðisflokkinn frá völdum.

Hvað varðar viðurkenningu, þá ert þú vel að slíkri kominn fyrir þín störf minn kæri.  Þú hefur örugglega stuðlað að björgun á mörgum mannslífum með starfi þínu.  Það er ekki nokkur spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband