Erfiðleikar

Nú líður hver mánuðurinn á fætur öðrum í kreppunni og stöðugt berast fréttir af fyrirtækjum sem leggja upp laupanna. Skipafélög hafa líka verið að gefast upp og önnur dregið verulega úr umsvifum sínum. Risarnir í flutningageiranum hafa til að mynda keypt sér pláss í skipum samkeppnisaðila sinna til hagræðinga. Pöntunarbækur skipasmíðastöðva hafa þynnst en fjöldi afpantanna á nýsmíðum hafa verið gerðar. Nú sjáist fleiri skipum lagt vegna verkefnaskorts úti í heimi.Hvaða áhrif skyldi kreppan hafa á útgerð og siglingar okkar íslendinga?

Kreppa skipasmiða hafa orðið til þess að ekki varð neitt úr smíði tveggja togara fyrir Þormóð Ramma en það er ekki sú kreppa sem hefur áhrif á seinkun afhendingar á nýju varðskipi en þar eru ríkisfjármál orsakavaldur. Ekki eru heldur líkur á smíði nýrrar ferju í stað Herjólfs alveg í bráð. Allar þessar hremmingar vekja þá upp spurninguna hvernig íslensku kaupskipaútgerðunum reiði af í holskeflunni. Bæði skipafélögin hafa orðið fyrir búsifjum ef svo má að orði komast. Flutningarnir hafa dregist saman og haf bæði félögin fækkað skipum.

Samskip hefur aðeins tvö skip í áætlunarsiglingum til Reykjavíkur í stað fjögurra áður. Eimskip tilkynnti nýlega að þeir myndu fækka skipum um þrjú og eftir því sem ég komst næst munu þetta hafa verið Lómur, Blikur og Celia. Celia mun nú vera í Færeyjum og liggja þar verkefnalaus. Erfiðleikar EimskipafélagsiGoðafoss-20080821-22ns hljóta að vera margfalt meiri en Samskipa. Það ætla ég sökum þess að á síðustu þremur árum létu þeir smíða 6 ný skip í Noregi, þeir misstu álflutningana frá Straumsvík og síðan féll ábyrgð á félagið sem tilkomin var vegna Avion keðjunnar. Fjárfestingar erlendis brugðust og svona mætti lengi áfram halda. Eimskip hefur ávallt verið talið með traustustu fyrirtækjum Íslandssögunnar en því miður hefur þetta breyst umtalsvert á ekki mögrum mánuðum.  Það er sannarlega von mín að þessu "óskabarni þjóðarinnar" takist að setja stefnuna frá gjaldþroti en vissulega má gera ráð fyrir að mikill vandi sé á höndum þeirra sem við stýrið standa.


Bloggfærslur 13. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband