Um síðustu helgi var ég svo lánsamur að hljóta viðurkenningu fyrir störf mín. Það er alltaf gaman að verða var við að tekið sé eftir því sem vel er gert og ég hef nú reyndar ekki þurft að kvarta undan því. En þegar það er erlendis frá þá er það óneitanlega öðruvísi tilfinning.
Í Dublin á Írlandi er fyrirtæki og skóli sem ber nafnið Sea and Shore Safety Services en þessi aðili er frumkvöðull í öryggismálum sjómanna þar í landi. Það voru hjónin Michael og Susan Langran ásamt dóttur þeirra Claire sem settu fyrirtækið á legg árið 1986. Allt frá árinu 1991 hefur Sea and Shore veitt einstaklingum og/eða samtökum viðurkenningar árlega fyrir störf þeirra í þágu öryggismála sjómanna.
Tveir aðilar hljóta þessa viðurkenningu í hvert sinn og að þessu sinni var ég annar þeirra. Viðurkenningin er kennd við Capt. Philip Murphy sem var framkvæmdastjóri fyrirtækisins allt til ársins 2004 er hann lést um aldur fram. Fór afhendingin fram í hádegisverðaboði í Royal St. George Yacht Club í Dun Laoghaire í Dublin föstudaginn 9. nóvember. Það var Angela Murphy, ekkja Philips, og Denis O'Callaghan borgarstjóri í Dublin sem afhentu mér viðurkenninguna sem var áletruð kristalkarafla.
Viðurkenningin var veitt fyrir störf mín sem skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna og sem formaður International Association for Safety and Survival Training sem eru alþjóðasamtök öryggis- og sjóbjörgunarskóla. Þar hef ég verið formaður til þriggja ára og varaformaður fjögur ár þar á undan. Þrátt fyrir að ég hafi hloti þessa viðurkenningu þá er þetta ekki síður viðurkenning til minna starfsmanna í Slysavarnaskólanum fyrir þeirra frábæru störf enda er öryggisfræðsla ekki eins manns verk.
Flokkur: Bloggar | 14.11.2007 | 23:45 (breytt 15.11.2007 kl. 09:44) | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju Hilmar - þetta kemur svo sem ekki á óvart, ég held að það sé samdóma álit þeirra sem til þekkja og hafa vit á að þú hefur staðið þig vel í starfi þínu sem skólastjóri Slysavarnaskólans.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:12
Sæll félagi og til lukku með viðurkenninguna.
Já þetta var alveg æðislegt og ég ætla að senda þér þann póst sem okkur hafa farið á milli síðan. Þín var getið og skálað við "þig"
Myndasöfnun er hafin eftir því sem mér skilst.
Verðum í sambandi, kær kveðja, Arna
Arna Christiansen (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 13:12
Til hamingu Hilmar!Þú er vel að sómanum kominn.Þú hefur staðið þig með afbrigðum vel þínu starfi.Kært kvadur
Ólafur Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 06:39
Þarna átti líka að standa"ekki þarft þú að skammast þín fyrir"strákana"þína.Þið eruð einu orði frábærir
Ólafur Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.